Haustfundur FUT 2024 - NIS2 og staðlar

FUT býður til haustfundar 9. október nk. Fundurinn er haldinn sem samlokufundur í húsi VFÍ í samstarfi við VFÍ.

Fundarefnið er NIS2 og staðlar en á næstunni verður NIS2 tekið upp á Íslandi og þá munu fleiri aðilar þurfa að hlíta Evróputilskipuninni þegar ekki bara mikilvægir innviðir heldur einnig iðnaðurinn s.s. skipulagsheildir í orku, flutningum, heilsu og stafrænni þjónustu.

Á fundinum mun Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir sviðstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu fara yfir helstu þætti innleiðingarinnar hér á landi og Marinó G. Njálsson fara yfir það hvernig staðlar í ISO 27000 staðlaraðarinnar geta stutt skipulagsheildir við að uppfylla kröfur NIS2.

Vinsamlegast látið vita til gudval@stadlar.is hvort þú mætir í samlokurnar

Fundinum verður einnig streymt á teams


Menu
Top