Vinnustofa um gervigreind og persónuvernd

Vinnustofa um Gervigreind og persónuvernd verður haldin á vegum tækninefndar FUT um upplýsingaöryggi og persónuvernd í Háskólanum í Reykjavík stofu M107 29. Október frá 13-16.

Á vinnustofunni verður farið yfir þennan sterka snertiflöt persónuverndar og gervigreindar en í vændum er innleiðing á sk. AI Act frá Evrópusambandinu sem mun setja nýjar kröfur á ýmsa þjónustuveitendur og eigendur kerfa sem nýta gervigreind.

Til að ramma málið inn fáum við Hörð Helga Harðarson frá Landslögum til að fara yfir AI Act, Ásbjörn Valsteinsson sérfræðingur hjá Persónuvernd fer yfir málið auk þess sem Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar mun ræða áskoranir eftirlitsaðila. Þá mun Stefán Ólafsson lektor í HR fara yfir tæknilegar áskoranir, Tómas Kristjánsson Advania fara yfir málefni persónuverndarfulltrúa. Að lokum verður kynning á meistararitgerð Svövu Sólar Matthíasdóttur um Gervigreind og mannréttindi.

Vinnustofunni lýkur með pallborðsumræðum sem Elfur Logadóttir stýrir.

Fundarstóri verður Andrea B. Elmarsdóttir formaður undirbúningsnefndar

Skráning er hér og þátttökugjald 30.000 kr.


Menu
Top