Vinnustofa um Töflustaðalinn

Rafstaðlaráðið, í samstarfi við Rafmennt, býður til vinnustofu um Töflustaðalinn miðvikudaginn 25. september frá kl. 13:00 til 14:30 í húsnæði Rafmenntar að Stórhöfða 27.

Á vinnustofunni verður farið yfir staðlana sem falla undir Töflustaðalinn og tengjast reglugerð um raforkuvirki. HMS mun kynna sína sýn á málið, og sérfræðingar frá Cowi og Orkuvirki munu fjalla um hvernig staðallinn er nýttur í töfluhönnun og framleiðslu.

Í framhaldinu verður opið pallborð þar sem þátttakendur fá tækifæri til að ræða hvernig hægt er að efla þekkingu á Töflustaðlinum og hvernig hann getur stuðlað að auknu rafmagnsöryggi.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á gudval@stadlar.is.

Gestum er boðið upp á súpu og brauð frá kl. 12:30 í boði Rafiðnaðarsambandsins.

Hvetjum alla sem koma að rafmagnsmálum til að taka þátt í þessari gagnlegu vinnustofu.

Menu
Top