Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Sigrún Þorsteinsdóttir er nýr starfsmaður Staðlaráðs og tekur við stöðu verkefnastjóra fjármála um leið og Anna Þóra Bragadóttir hverfur til nýrra starfa.
Sigrún hefur mikla reynslu á sviðinu, hefur verið fjármálastjórí, bókari, kennari og ráðgjafi en hún er sérstaklega sleip í raungreinum.
Við bjóðum Sigrúnu velkomna í hóp metnaðarfullra starfsmanna Staðlaráðs sem leggja sig fram um að veita góða þjónustu við staðfestingu og sölu staðla, stöðlunarverkefni, fræðslu og upplýsingagjöf.