Staðall um nettólosun núll

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Vinna er hafin við að þróa fyrsta alþjóðlega staðalinn um nettólosun núll (e.net zero). Staðallinn mun skýra betur þessi umskipti yfir í nettólosun núll, gera stangar kröfur og að lokum gera óháðum, sannprófuðum og heildstæðum aðgerðum í loftslagsmálum kleift að hraða framþróun í átt að sjálfbærum heimi.

Gert er ráð fyrir að staðallinn verði tekinn í notkun á næsta ári á COP30 eða í nóvember 2025 og verður staðallinn hannaður til þess að vera hnattræn lausn og leiðbeinandi fyrir allar skipulagsheildir sem eru að hefja sína vegferð og umskipti í átt að nettólosun núll.

Gert er ráð fyrir að þúsundir sérfræðinga taki höndum saman í gegnum staðlastofnanir í meira en 170 löndum, með hliðsjón af nýjustu loftslagsvísindum. Gert er ráð fyrir að opnað verði fyrir samráð við almenning síðar á árinu 2025 til að styðja við framlag á heimsvísu og tryggja að allar raddir fái að heyrast.

Staðallinn verður þróaður út frá leiðbeiningum um nettólosun núll (e. Net Zero Guidlines) sem gefnar voru út af ISO á COP27, yfir í staðal sem sem hægt er að sannreyna á óháðan hátt. Markmið leiðbeininganna var að auðvelda fyrirtækjum að búa til heildstæðar nettólosun núll áætlanir með því að veita þeim trúverðugar bestu starfsvenjur. Staðallinn mun veita almenningi aukið traust og vörn gegn grænþvotti með að setja fram traustar leiðbeiningar og kröfur sem bjóða upp á möguleika á að sannreyna fullyrðingar.

Ferlið hófst formlega á loftslagsaðgerðarviku sem haldin var í London í júní, að því er kemur fram í tilkynningu frá Noelia Garcia Nebra, yfirmanns sjálfbærnimála hjá ISO. Breska staðlastofnunin BSI hefur það verkefni í höndum sér að samræma þetta verkefni í samstarfi við ICONTEC sem er staðlastofnun Kólumbíu.

Sérfræðingar sem áhuga hafa á að taka þátt í þróun staðalsins geta sótt um aðild að Fagstaðlaráði í umhverfis- og loftslagsmálum og lagt sitt að mörkum til starfsins.


Menu
Top