2024 útgáfan af ÍST HB 200 komin út

Þann 14.6 var hlaðið upp nýrri útgáfu af handbókinni ÍST HB 200. Í tilefni af því var haldinn kynningarfundur um nýjungar í þessari 5. Útgáfu handbókarinnar sem má nálgast hér neðar í fréttinni. 

Í nýju útgáfunni eru breytingar í hluta 4-43 um Yfirstrumsvarnir, nýr staðall 7-716 um ELV orkuflutning á samskiptastrengjum og nýr staðll 8-82 um raflagnir vinnslunotanda. En vinnslunotandi er sá notandi á dreifikerfinu sem er með sólarsellur, vindorku eða rafhlöður. Þetta er alger nýjung og má segja að við séum tímanlega komnir fram með þennan staðal en vænta má að á næstu 5 árum muni verða talsverð fjölgun á raflögnum vinnslunotanda.


Menu
Top