Þýðing á ÍST EN 17007 - Viðhaldsferli og tilheyrandi vísar

Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands og Staðlaráð vinna nú að þýðingu á staðlinum ÍST EN 17007 Maintenance process and associated indicators.

Þýðingunni er ætlað að treysta og auðvelda notkun staðalsins hjá fyrirtækjum sem beita nú þegar eða vilja koma á fyrirbyggjandi og skipulögðu viðhaldi til að tryggja stöðugar umbætur í starfsemi sinni.

Þessi Evrópustaðall veitir almenna lýsingu á viðhaldsferlinu. Hann tilgreinir eiginleika allra ferla, hluta viðhaldsferlisins og setur fram viðhaldslíkan til að gefa leiðbeiningar um skilgreiningu vísa.

Staðallinn á við um allar skipulagsheildir (fyrirtæki, stofnun, umboð o.s.frv.) sem hafa umsjón með viðhaldi á raunlægum eignum.

Tilgangur sundurliðunar staðalsins í ferli og framsetningu innbyrðis tengsla þeirra er að aðstoða viðhaldsstarfsfólk, og sérstaklega stjórnendur á mismunandi stigum, við að:

  • tilgreina með skýrum hætti hvaða aðgerða á að grípa til til að uppfylla heildarmarkmið sem stjórnendur setja hvað varðar viðhald
  • úthluta ábyrgð sem tryggir framkvæmd aðgerða með tilskildum frammistöðustigum;
  • fyrir hvert ferli, ákveðið greinilega:
    a) nauðsynlegt ílag og uppruna þeirra;
    b) tilætlaðar niðurstöður og fyrirhugaða notkun þeirra;
  • vakta og meta meigindlega frammistöðu sem fæst á ýmsum stigum við sundurliðun í ferli;
  • bæta söfnun og dreifingu gagna.

Þessi staðall tekur ekki til viðhalds sjálfs hugbúnaðarins en hann á við hluti sem fela í sér hugbúnað.

 

Menu
Top