Verktakar og verkkaupar, arkitektar, verkfræðingar, iðnmeistarar og tæknifræðingar...

Við gerð verksamninga og stjórnun verklegra framkvæmda, hvort sem um er að ræða nýbyggingar, viðhald mannvirkja, vegagerð, brúarsmíði eða smíði sjókvía er mikilvægt að samskipti verkkaupa og verktaka séu í föstum og formlegum farvegi og samskiptareglur séu skýrar.

Endurmenntun HÍ auglýsir í samstarfi við Staðlaráð Íslands, námskeið þar sem notkun ÍST 30 og ÍST 35 er kennd þannig að skilningur og þekking er dýpkuð og farið yfir það hvernig dómstólar hafa beitt staðlinum við úrlausnir sem ratað hafa þangað. 

Dags: 9., 11. og 16. apríl 2024 kl. 9-12 hjá Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7.

Farið verður ítarlega yfir tvo meginstaðla, dómar krufðir og kennarar miðla af þekkingu sinni og reynslu.

ÍST 30 - Almennir útboðsskilmálar um verkframkvæmdir

ÍST 35 - Samningsskilmálar um hönnun og ráðgjöf

Bjarki Þór Sveinsson hrl og Jörgen Már Ágústsson lögmaður hafa báðir djúpa þekkingu á beitingu staðlanna auk þess að hafa hlotið lof þátttakenda fyrir uppsetningu og undirbúning námskeiðsins.

 

Snemmskráning til 30. mars hér

Menu
Top