Tryggar rafbílahleðslur - rafsegulsamhæfi

Nýverið stóðu norsku rafstaðlasamtökin fyrir Webinari um tryggar rafbílahleðslur. Þar var m.a. farið yfir hvernig eigi að ná rafsegulsamhæfi/EMC í tengslum við hleðslustöðvar. Þessi mikla aflnotkun afriðla rafbílanna, veldur kröftugum yfirtónum, skapar nýjar aðstæður sem margir hafa ekki staðið frammi fyrir áður. Þessar yfirtíðnir þurfa að finna sér farveg nái yfirtónasíur í afriðlinum ekki að eyða þeim, en þar í liggur oft gæðamunur frá mismunandi framleiðendum. Fram kom að í ÍST HD 60364-4-444 (sem er í ÍST HB 200) séu bæði kröfur en einnig ráðleggingar um hvernig forðast má eða minnka áhrif rafsegultruflana. Einnig þurfa rafverktakar og hönnuðir að prófa sig áfram og bera þekkinguna á milli verkefna því margar flækjur eru í tengslum við þetta.

 

Menu
Top