Heilbrigði, öryggi og vinnuvernd samkvæmt ÍST ISO 45001 staðlinum, hverjum gagnast staðallinn?

Fyrirlestur á vegum Stjórnvísi um ÍST ISO 45001 staðalinn sem fjallar um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd var haldinn miðvikudaginn 7. febrúar og er hægt að nágast upptöku af honum hér að neðan.

Eyþór Víðisson öryggisstjóri vinnuverndar hjá Reykjavíkurborg fjallar um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd út frá sínum störfum og hvernig ÍST ISO 45001 getur gagnast til notkunar á vinnustöðum.

Eyþór hefur víðtæka reynslu af vinnuvernd og forvörnum; sem öryggisstjóri Samskipa, öryggisráðgjafi í 17 ár og núna sem öryggisstjóri vinnuverndar hjá Reykjavíkurborg.

Eyþór er menntaður öryggis- og löggæslufræðingur.

Fyrirlesturinn í heild sinni

Menu
Top