Vinnustofa um málefni rafbíla

Á síðustu árum hefur rafbílum og hleðslustöðvum fjölgað mikið og enn mun þeim fjölga. Þegar svona mikil breyting, sem byggir á hagnýtingu raforku og raforkukerfanna, er undir er gott að flest í tengslum við rafbíla er staðlað. Þannig sparast umtalsverðir fjármunir og þróunin er mun hraðari en annars.

Á vegum Rafstaðlaráðs verður haldin vinnustofa um málefni rafbíla þann 27. febrúar nk kl 13-14:30 á Teams. Á vinnustofunni verður rætt um hvort einhver mál standi útaf sem mætti leysa með séríslensku stöðlunarverkefni. Þau geta verið af ýmsum toga og vert að benda á að aðilum í samkeppni er heimilt að vinna saman að stöðlunarverkefnum á vegum Staðlaráðs. Enda er öllum hagaðilum boðin þátttaka.
Hafir þú áhuga á að taka þátt þá sendu tölvupóst á gudval@stadlar.is og þú færð fundarboð um hæl.


Menu
Top