Staðlar og steinsteypa

Staðlaráð

Staðlaráð Íslands starfar samkvæmt lögum um staðla. Hlutverk Staðlaráðs er að vera samstarfsvettvangur þeirra sem áhuga hafa á staðlastarfi og eiga hagsmuna að gæta af gerð og notkun staðla hérlendis.
Staðlaráð veitir ráðgjöf, upplýsingar og þjónustu um hvaðeina er lýtur að stöðlum og stöðlun. Jafnframt sér Staðlaráð um sölu staðla frá fjölmörgum staðlastofnunum.

Á vegum Staðlaráðs starfa fjögur fagstaðlaráð sem halda utan sérhæfðan hluta staðlana og sér Byggingarstaðlaráð (BSTR) um alla staðla sem tengjast mannvirkjagerð og þar með alla staðla sem varða steinsteypu og vöru tengda steinsteypu.

Hvað eru staðlar?

Almennt eru staðlar verkfæri sem innihalda „state of the art“ þekkingu bestu sérfræðinga og annarra hagaðila sem sammælast um viðmið sem koma öllum til góða. Bestu sérfræðingar eru þeir sem hafa þekkingu og reynslu af viðfangsefninu og hag af gerð staðals og aðrir hagaðilar geta verið neytendur stjórnvöld og aðrir sem hlut eiga að máli.

Íslenskir og evrópskir staðlar eru unnir og gefnir út eftir fyrir fram ákveðnu formföstu ferli og eru staðfestir sem íslenskir staðlar af Staðlaráði Íslands. Staðall er til frjálsra afnota. Stjórnvöld geta þó gert notkun tilgreinds staðals skyldubundna með vísun til hans og hlutaðeigandi laga. Skal hann þá staðfestur með reglugerð af hlutaðeigandi ráðuneyti og skal í reglugerð vísa til staðalsins.

Til eru mismunandi staðlasamtök um allan heim en þeir staðlar sem mest er notaði hér hérlendis eru eftirfarandi.

 • EN        evrópustaðlar
 • ISO       alþjóðlegir staðlar
 • INSTA   samnorrænir staðlar
 • ÍST        íslenskir staðlar

Nefna má að Evróskur staðlasamtökin taka oft upp og gera að sínum t.d. ISO staðla og heita þeir þá ÍST EN ISO þegar þeir hafa öðlast gildi sem evrópskir og íslenskir.

Í þessari grein mun ég aðalega fjalla um evrópska og íslenskra staðla en rétt er að nefna að ISO staðlar (International Organization for Standardization) er náskyldir Evrópustöðlum og flest það sem rætt er um varðandi staðlastarf í greininni má heimfæra á vinnu við gerð ISO staðla.

Mismunandi gerðir staðla

Mikilvægir steypu staðlar sem vert er að nefna og tengjast íslensku regluverki beint:

58 þolhönnunarstaðlar og 58 íslenskir þjóðarviðaukar við þá eru í gildi og tengist talsverður hluti þeirra hönnun steinsteypu beint. Þessir staðlar eru í endurskoðun og er starfandi íslensk spegilnefnd um verkefnið.

 • ÍST 76                            Framleiðsla á steinefnum
 • ÍST EN 13670                Framkvæmdir við steypt mannvirki (íslensk þýðing)
 • ÍST EN 206                    Concrete – Specification, performance, produktion and conformity
 • ÍST 16                            Steypustyrktarstál - Bendistál og bendinet (ÍST NS 3576 og ÍST EN 10080:2005)
 • ÍST EN 10080                Stál til steinsteypubendingar - Suðuhæft bendistál
 • ÍST NS 3576 hluti 1-5    Armeringsstål

Samhæfðir staðlar tengdir byggingarvörum er einnig sett staðla sem áskilið er að fylgja þegar byggingarvörur skulu CE merkjast og heyra þeir undir reglugerð ESB nr. 305/2011 og lög um byggingarvörur nr. 114/2014. Um er að ræða tæplega 600 staðla og þar af eru tugir staðla sem tengjast beint steinsteypu og tengdum vörum.

Þátttaka í staðlastarfi

Innlennt staðlastarf - Þýðingar

Allt staðlastarf sem Staðlaráð annast fer fram í íslenskum tækninefndur og er eftir fyrir fram ákveðnum ferlum þar sem mikilvæg er breið þátttaka hagsmunaaðila, gangsæi, opin kynning á efninu fyrir gildistöku og formleg gildistaka. Þáttaka í innlendri staðla gerð er opin fyrir alla sérfræðinga og eru verkefni ekki sett af stað fyrr en tekist hefur að manna viðkomandi tækninefnd með nægjanlegri þekkingu. Þannig er reynt að tryggja að öll mikilvæg sjónarmið komi fram. Dæmigerður fjöldi í slíkri vinnu er á bilinu 4 – 7 auk þess sem algengt er að leitað er út til sér fróðra aðila á meðan vinnunni stendur.

Evrópskt staðlastarf

Evrópskar tækninefndir starfa eftir sömu ferlum en starfsemi þeirra er oft mjög umfangsmikil þar sem flest aðildarlöndin taka þátt starfi nefndanna, oft með tveimur þremur fulltrúum frá hverju landi. Til að styðja við fulltrúa í nefndunum og ná fram sem flestum sjónarmiðum eru oft starfræktar spegilnefndir sérfræðinga í aðildarlöndunum þar sem þeir kynna sér og ráða ráðum sínum um efni staðlana. Með hliðsjón af íslenskum örmarkaði er því miður hvorki mikil þátttaka í erlendum tækninefndum eða mikið af spegilnefndum hérlendis. Ef tekið er mið af umfangi og mikilvægi steinsteypunnar á íslenskum byggingarmarkaði verður þó að teljast mjög áhugavert að taka umræðu um hvort gagnlegt væri að stofna spegilnefnd um steypustaðla og jafnvel fleiri en eina spegilnefnd þar sem það eru svo margbreytileg svið á vettvangi steinsteypu. Sjá má yfirlit yfir sérhæfni hópa hér að neðan á myndinni yfir Evrópskar tækninefndir um steinsteypu.

Íslenskar spegilnefndir

Íslenskar spegilnefndir geta ákveðið að fjalla t.d. um málefni sem eru á hendi tiltekinnar tækninefndar eins og t.d. CEN/TC 104 Concrete and related products. Einnig má hugsa sér þrengra umfjöllunarsvið hjá spegilnefnd sem fylgst t.d. með vinnu við tiltekin staðal eða staðla varðandi afmörkuð viðfangsefni.

Slíkar spegilnefndir geta verið hópar sem ákveða sjálfir sitt verkefni og eru opnar öllum sérfæðingum á sviðinu og myndu funda eftir þörfum.

Til að starf spegilnefndar sé skilvirkt er mikilvægt að t.d. einn eða fleiri fulltrúar í spegilnefndinni taki að sér að vakta starf erlendu tækninefndarinnar eða taki beinan þátt í starfi hennar og komi á framfæri við nefndina málum sem áhugavert er að ræða almennt eða með tilliti til íslenskra hagsmuna. Slík þátta í erlenda nefndarstarfinu getur verið tvennskonar.

Þátttaka í starfi CEN/TC tækninefnda

Þátttaka íslenskra sérfræðinga í starfi tæknefnda (CEN/TC) hjá Evrópsku staðlasamtökun er almennt í gegnum Staðlaráð Íslands. Fulltrúum ber að halda til haga íslenskum hagsmunum sem byggja á sammæli um hérlendis.

 • Document monitor: Sérfæðingur er skráður í nefndina (CEN/TC) , undirnefnd (SC) eða vinnuhóp (WG) til að fylgjast með starfinu í gegnum tölvupóstsamskipti. Slík þátttaka tryggir að viðkomandi fulltrúi fær öll mikilvæg gögn yfir netið sem hann getur t.d. dreift til spegilnefndar.

 • Committee member: Sérfræðingur er skráðu í nefndina og mætir á fundi og tekur þátt á starfi nefndarinnar og tekur afstöðu til málefna í vinnslu nefndarinnar. Vinna byggir á samskiptum á netinu í bland við að mæta á fundi nefndarinnar og/eða taka þátt í fundum yfir netið. Ennfremur hefur fulltrúinn aðgang að miðlægum gagnagrunni. Slík þátttaka er umfangsmeiri en er líka til þess fallinn að fóstra íslenska spegilnefnd á gögnum.

Mismunandi stöðlunarskjöl önnur en staðlar

Tækniforskrift (Technical specification)

Staðlaráði er heimilt að gefa út tækniforskriftir. Tækniforskrift (TS) er skjal sem inniheldur reglur eða leiðbeiningar og er ætlað til notkunar á svipaðan hátt og staðall. Tækniforskrift hefur takmarkaðan gildistíma, að hámarki þrjú ár, og skal koma fram á forsíðu tækniforskriftarinnar hver gildistími hennar er. Að þeim tíma liðnum og eftir endurskoðun tækninefndar er um þrjá kosti að velja:

 • framlengja gildistímann um þrjú ár skv. rökstuðningi tækninefndar,
 • fella tækniforskriftina úr gildi, eða
 • breyta henni í staðal eftir þeim reglum sem um samþykkt og staðfestingu staðla gilda.

Tækniskýrsla (Technical report)

Staðlaráði er heimilt að gefa út tækniskýrslur. Tækniskýrsla (TR) er skjal sem inniheldur upplýsingar um tæknilegt innihald tiltekins staðlastarfs og er ætlað til notkunar á svipaðan hátt og staðall. Tækniskýrslur eru unnar í þeim tilvikum þegar tækninefnd telur brýnt að bregðast hratt við þörf fyrir upplýsingar meðal hagsmunaaðila eða telur ráðlegt að deila slíkum upplýsingum. Tækniskýrslur geta innihaldið upplýsingar um hvers kyns gagnasöfnun, s.s. niðurstöður kannana og afrakstur sérstakrar upplýsingavinnslu á tilteknu sviði eða upplýsingar um framúrskarandi framkvæmd tiltekinna verka.

Vinnustofusamþykkt (Workshop agreement)

Staðlaráði er heimilt að gefa út vinnustofusamþykktir. Vinnustofusamþykktir (WA) eru skjöl sem innihalda samninga um tæknilegar útfærslur sem unnar er í opnu ferli vinnustofu, á upphafsstigum nýrrar tækni þegar tækni er ekki nægjanlega þróuð til að um hana sé unnt að formgera eiginlegan staðal. Vinnustofur má einnig nota sem vettvang þekkingarmiðlunar s.s. vegna upplýsingagjafar um innleiðingu nýrra tækniforskrifta, gagnkvæmra samskipta um nýja tækni og viðskiptatækifæri o.s.frv.

Menu
Top