Nýtt fréttabréf Staðlaráðs

Starfsemi Staðlaráðs Íslands er sífellt að eflast og mikil gróska að eiga sér stað í staðlagerð hér á landi sem og á alþjóðlegum vettvangi. Í ljósi þess hefur verið tekin ákvörðun um að hefja á ný útgáfu fréttabréfs, á rafrænu formi, til að miðla til áhugasamra fréttum af starfinu. Fréttabréfið kemur út á tveggja mánaða fresti og mun færa ykkur áhugaverð viðtöl og fréttir úr starfinu frá ýmsum hliðum ásamt því að auglýsa hvað sé á döfinni. Fyrsta fréttabréfið kemur út fyrsta febrúar.

Við vonum að þið njótið vel. 

Hafir þú áhuga á áskrift af fréttbréfinu er hægt að skrá sig HÉR

 

 

Menu
Top