Viðbragð við orkusóun bálkakeðja

Á vegum CEN og CENELEC, hjá CEN/CLC JTC 19 - Blockchain and Distributed Ledger Technologies, er að hefjast þróun aðferða við flokkun tækninnar sem bálkakeðjur byggja á, til að ná sammæli (consensus) eftir umhverfisáhrifum og sjálfbærni. Þannig má merkja þessa tækni og rafmyntareignir (Crypto) sem keðjurnar geyma eftir orkunotkun og orkunýtni.

Tilgangur þessa stöðlunarverkefnis er að hafa áhrif á mikla orkunotkun bálkakeðjutækni en til dæmis notar bitcointæknin orku á við lítið ríki. Bálkakeðjutækni skilur eftir sig mismunandi stórt umhverfisfótspor (orkunotkun) en hægt er að skapa sammæli um tækni sem notar mun minni orku. Með þessu er stjórnvöldum auðveldað að setja reglur um bálkakeðjur sem stuðla að minna umhverfisfótspori.

ISO og IEC verður boðið verkefnið til úrvinnslu í samræmi við samstarfssamninga staðlasamtakanna. Vænta má mikilla áhrifa ef þessi flokkun nær flugi. Þú heyrðir það fyrst hjá Staðlaráði.

Menu
Top