Þriggja herbergja eða fjögurra? Er jarðhæð sama og fyrsta hæð? Þessum spurningum hefur verið svarað!

Byggingarstaðlaráð hefur svarað kalli hagaðila og gefið út tvo nýja staðla sem skipta miklu máli um það hvernig við skiljum heiminn, getum átt öruggari fasteignaviðskipti og léttum líf okkar á hverjum degi. Annars vegar er um að ræða staðal um skráningu fjölda herbergja í íbúðum og hins vegar um skráningu hæða og hæðar bygginga. Staðlarnir tóku gildi í desember 2023.

ÍST 52 Skráning fjölda herbergja í íbúðum

Tilgangur staðlsins er að samræma og skilgreina hvernig fjöldi og tegund tiltekinna herbergja eru talin og skráð auk skráningar á grunnstærðum flatarmáls í íbúðum. Staðallinn er ætlaður til nota við opinbera skráningu, upplýsingagjöf og í fasteignaviðskiptum.

Staðalinn má kaupa hér

ÍST 53 Skráning hæða og hæðar á byggingum

Tilgangur staðalsins er að lýsa á einfaldan hátt hvernig hæð bygginga er mæld og hvernig hæðir eru skráðar. Staðallinn er ætlaður til notkunar við skráningu bygginga auk samræmdrar upplýsingagjafar á uppdráttum bygginga.

Staðalinn má kaupa hér

Staðlarnir voru unnir af vinnuhópi sem einnig leitaði álits meðal hagsmunaaðila á meðan á vinnu stóð.

Í vinnuhópnum sátu:

Friðrik Ólafsson, Samtökum iðnaðarins

Guðjón Steinsson, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Hafsteinn Pálsson, Byggingarstaðlaráði

Arngrímur Blöndahl, ritari Byggingarstaðlaráðs

Byggingarstaðlaráð kann öllum hlutaðeigandi bestu þakkir fyrir þá miklu vinnu sem fólst í gerð staðlanna og vonast til að þeir komi sér vel fyrir hagaðila á komandi árum.

Menu
Top