Nemendur Háskólans á Bifröst fá endurgjaldslaust aðgengi að stöðlum

Rektor Háskólans á Bifröst og framkvæmdastjóri Staðlaráðs hittust á góðum degi skömmu fyrir jól til að hefja samstarf um aðgengi nemenda Háskólans á Bifröst um aðgengi að stöðlum í námi sínu.  Samkomulagið felur í sér að kennarar geta nú óskað eftir endurgjaldslausum, tímabundnum lesaðgangi að stöðlum fyrir nemendur, að Staðlaráð býður upp á fyrirlestra og erindi um stöðlun og staðla í skólanum og býðst einnig til að taka á móti nemendum í starfsnám.

Háskólinn á Bifröst er þriðji háskóli landsins til að semja um aðgengi af þessu tagi en bæði HÍ og HR hafa þegar gert slíka samninga. 

Á myndinni má sjá frá vinstri rektor Háskólans á Bifröst, Margréti Jónsdóttur Njarðvík, framkvæmdastjóra Staðlaráðs Helgu Sigrúnu Harðardóttur og Þórnýju Hlynsdóttur, forstöðumann bókasafns háskólans. 

Myndina tók James Einar Becker, markaðsstjóri Háskólans á Bifröst.

Menu
Top