Mörgum þótti sem bæði vinsæll skemmtiþáttur Gísla Marteins og áramótaskaupið hafi í ár skort fjölbreytileika þar sem einsleitni einkenndi gestaval og hlutverk. Haft var á orði að aðlögun margra nýrra Íslendinga, án aðgreiningar, muni ekki takast vel nema að fleiri Íslendingar en þeir sem hér hafa fæðst og alist upp, eru með rétt litarhaft og ættboginn sé ýmist synir eða dætur, séu í hópi álitsgjafa og viðmælenda hvort sem það er um áramót, við uppgjör eða í umfjöllun um samfélagsleg málefni almennt. Í velferðarsamfélögum er tryggt að nýjum landsmönnum sé sýnd virðing og stuðningur með því að bjóða þeim þátttöku í samfélagslega mikilvægum málum. Það á við þegar verið er að gera upp árið, líta yfir farinn veg, gagnrýna það sem er á döfinni hverju sinni og tryggja að raddir allra heyrist. Þannig náum við árangri.
En hvernig?
Í Noregi og Danmörku hafa verið gefnir út staðlar sem virka sem verkfæri og leiðarljós til að auðvelda stjórnendum að taka ákvarðanir og stjórna sinni starfsemi með inngildingu og fjölbreytni að leiðarljósi. Um er að ræða landsstaðla en Norðmenn hafa hug á að leggja sinn landsstaðal inn í alþjóðlega tækninefnd hjá ISO og fá álit alþjóðlegra sérfræðinga á málið með það að markmiði að staðallinn verði alþjóðlegur. Þannig leggja Norðmenn sitt af mörkum til að breiða út góða stjórnarhætti og samfélagslega ábyrg um heiminn.
Staðlarnir byggja á sama grunni og stjórnunarkerfisstaðlar ISO. Í því felast margháttaðar leiðbeiningar.
Báða staðla er hægt að fá á ensku, ef vill.
Stjórnendur allra fyrirtækja, stofnana, hagsmunasamtaka, skóla, sveitarfélaga og opinberra aðila mættu gjarnan líta á þessi verkfæri til að bæta þjónustu og leggja sitt af mörkum til samfélagsábyrgðar.