Byggingarstaðlaráð hélt haustfund sinn í samstarfi við Verkfræðingafélag Íslands þann 22. nóvember s.l.
Fyrirlesarar fundarins voru tveir;
Ólafur Ágúst Ingason, verkfræðingur og sviðsstjóri hjá EFLU en hann sagði frá nýrri nálgun við framsetningu kostnaðaráætlana sem hafa það að markmiði að skapa sameiginlegan skilning um hugtök og framsetningu og bætir yfirsýn verkkaupa og annarra haghafa ásamt því að auka rekjanleika framúrkeyrslu.
Þórunn Lilja Vilbergsdóttir, lögfræðingur hjá HMS sem fór yfir helstu breytingar og áherslur sem unnið er að fyrir nýja Byggingarreglugerð.
Óhætt er að mæla með áhorfi þar sem líflegar umræður og skoðanaskipti urðu á fundinum.