Kynning á ÍST 150:2022 - Upptaka

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Þann 22.11 var haldin kynning á breytingum á staðlinum ÍST 150:2022 Raflagnir fyrir íbúðarhúsnæði - Gerð, staðsetning, lagnaleiðir og fjöldi tengistaða en staðallinn var gefinn út endurskoðaður á síðasta ári. Helsta breytingin var að fellt var út allt sem sneri að fjarskiptum og tölvulögnum sem var gefið út í ÍST 151 Fjarskiptalagnir í íbúðarhúsnæði - Loftnetskerfi - Netkerfi - Símkerfi - Hússtjórnarkerfi fyrir nokkru. En nokkrar nýjungar eru í staðlinum sem eiga sér m.a. fyrirmynd í sænskum staðli um sama mál. Andri Reyr Haraldsson frá Rafiðnaðarsambandinu kynnti breytingarnar en til svara var einnig Rúnar Bachmann formaður vinnuhópsins sem endurskoðaði staðalinn.

Á fundinn sem haldinn var á Teams mættu 79 talsins. Upptöku af fundinum má nálgast hér að neðan.

Vísað er til staðalsins ÍST 150 í byggingareglugerð. Staðallinn er eins og aðrir staðlar til sölu í staðlabúðinni en mjög margir hafa aðgang að staðlinum í gegnum samninga SART um dreifingu staðla til sinna félagsmanna. Eins hafa rafiðnnemar og rafiðnkennarar aðgang að staðlinum eftir þörfum samkvæmt samningi við Rafmennt.

 

Menu
Top