Haustfundur Byggingarstaðlaráðs, 22. nóvember kl. 12

Byggingarstaðlaráð í samstarfi við Verkfræðingafélagið boðar til haustfundar miðvikudaginn, 22. nóvember 2023 í húsi verkfræðinga að Engjateig 9 kl. 12:00 – 13:00. Fundurinn er öllum opinn.

Fundinum verður einnig streymt hér 

Egill Viðarsson formaður Byggingarstaðlaráðs segir frá starfsemi ráðsins og helstu áskorunum.

1. Vandaður undirbúningur skilar sér í betri framkvæmd. Samræmd aðferð við gerð kostnaðaráætlana fyrir byggingar og almennar framkvæmdir

Fyrirlesari: Ólafur Ágúst Ingason verkfræðingur og sviðsstjóri  hjá Eflu.

Um fyrirlesturinn:

Góð kostnaðaráætlun er grundvöllur réttrar ákvarðanatöku í byggingar- og mannvirkjagerð enda markmið hennar að áætla endanlegan heildarkostnað verkefnis. Áætlunin er einnig grundvöllur ákvörðunar um hvort eigi að ráðast í verkefni eða ekki. Kostnaðaráætlun verður hins vegar aldrei betri en upplýsingarnar sem hún byggir á, þ.e. hversu vel umfang verkefnis hefur verið skilgreint þegar áætlunin er gerð. Hér á landi hafa þessi vinnubrögð við útfærslu kostnaðaráætlana ekki verið samræmd og á það við hvort sem um er að ræða almenna markaðinn eða opinbera verkkaupa.

Farið er yfir nýja nálgun við framsetningu kostnaðaráætlana byggða á útgáfum AACE (American Association of Cost Engineers) sem hafa það að markmiði að skapa sameiginlega skilning um hugtök og framsetningu. Búa til viðmið sem bætir yfirsýn verkkaupa og annarra haghafa ásamt því að auka rekjanleika framúrkeyrslu.

Spurningar og umræða

 

2. Breytingar á nýrri Byggingarreglugerð

Fyrirlesari: Þórunn Lilja Vilbergsdóttir lögfræðingur hjá HMS

Um fyrirlesturinn:

Farið verður yfir helstu breytingar og áherslur sem unnið er að fyrir nýja Byggingarreglugerð.

Spurningar og umræða

 

 Fundurinn er opinn öllum áhugasömum.

Menu
Top