Endurnýting rafhlaðna

Á Haustfundi Rafstaðlaráðs 2023 var spurt að því hvort það væri byrjað að skoða geymslu raforku á stórum rafhlöðum. Hvorki fyrirlesarar né ég höfðu svar við þessari eðlilegu spurningu.

Þegar ég var að renna yfir staðla sem var verið að samþykkja hjá IEC kom í ljós að fyrstu staðlar frá tækninefnd IEC TC 120 um málefnið komu fram árið 2017 og þeir eru orðnir 17 talsins og hafa 4 þeirra verið teknir upp sem EN staðlar hjá CENELEC. Nýjasti staðallinn IEC 62933-4-4 frá IEC er um umhverfiskröfur til raforkugeymslukerfa sem byggja á endurunnum rafhlöðum til dæmis úr rafbílum. Þannig að í dag hefði ég svarað viðkomandi á Haustfundinum að IEC er á fullu að skoða málið og enda málefnið mikilvægt.

Á vegum IEC eru starfandi fjölmargar tækninefndir sem vinna að stöðlun á öllum sviðum þar sem þörf er stöðlunar til að styðja við samfélagið okkar sem er orðið alveg háð samfelldri raforkuafhendingu.

Guðmundur Valsson, ritari Rafstaðlaráðs
Menu
Top