Lokadrög að stjórnunarkerfisstaðlinum ISO/IEC 42001 Information technology – Artificial intellingence – Management Systemer er í atkvæðagreiðslu sem lýkur í desember 2023 og má eiga von á að hann verði gefinn út fyrri hluta árs 2024. Þá verður komin staðall fyrir þá sem vilja taka notkun skipulagsheildar á gervigreind inn í gæðastjórnunarkerfi sitt. Í náinni framtíð verður hægt að votta fyrirtæki eftir staðlinum. Staðallinn er unnin af nefndinni ISO/IEC JTC1 SC 42 Artificial intelligence sem hefur gefið út 20 staðla um gervigreind og er með 35 staðla í vinnslu.
ISO/IEC 42001 hefur ekki verið í samhliðaferli upptöku innan CEN-CENELEC og vinnur Evrópusambandið vinnur að sérstökum AI Act – eða Gervigreindarlögum. Þau ganga út á áhættustýringu þar sem kerfi flokkuð sem „high risk“ þurfa að sæta skilyrðum laganna en önnur kerfi sleppa léttar. Að sjálfsögðu eru aðilar hræddir um að Evrópa muni sitja eftir í þróun gervigreindar vegna laganna en þau eru engu að síður að verða að veruleika. Einhvers er að vænta úr þessum ranni á næsta ári.
En forgangsatriði Evrópuþingsins er að tryggja að gervigreindarkerfi sem notuð eru í Evrópu séu örugg, gagnsæ, rekjanleg, óhlutdræg og umhverfisvæn. Gervigreindarkerfi ættu að vera undir eftirliti fólks, frekar en sjálfvirk, til að varna óæskilegum niðurstöðum.
Evrópuþingið vill stofna til tækni-óháð og einsleitinnar skilgreiningar á Gervigreind sem ætti að vera notuð í gervigreindarkerfum framtíðar.
Guðmundur Valsons, ritari Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni