Stofnfundur Fagstaðlaráðs í umhverfis- og loftslagsmálum

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Stofnfundur nýs fagstaðlaráðs í umhverfis- og loftslagsmálum fer fram miðvikudaginn 25. október, klukkan 15:00 í sal Verkfræðingafélags Íslands að Engjateigi 9. Fundurinn er öllum opinn en aðeins aðilar að Staðlaráði Íslands hafa atkvæðisrétt og rétt til framboðs til stjórnar Fagstaðlaráðs í umhverfis- og loftslagsmálum. 

Þeir sem áhuga hafa á þátttöku og framboði til stjórnar eru vinsamlegast beðnir um að senda framboð sitt á netfangið haukur@stadlar.is fyrir settan fund. 

Embættin sem kosið verður um eru formaður og 4 meðstjórnendur. 

Þeir sem hafa áhuga á að gerast aðilar að Staðlaráði og öðlast þar með atkvæðisrétt og rétt til framboðs geta skráð sig HÉR. Þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum til að umsóknareyðublað opnist. 

Fundurinn verður bæði staðfundur og fjarfundur en biðjum við áhugasama vinsamlegast um að skrá sig á fundinn HÉR

Dagskrá:

15:00 – 15:05 - Fundarsetning

Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri - Staðlaráð Íslands

15:05 – 15:15 - Kynning frá Staðlaráði

Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri - Staðlaráð Íslands

15:15 – 15:30 - Kynning á starfsemi Carbfix

Selja Ósk Snorradóttir, sérfræðingur í viðskiptaþróun

15:30 – 15:45 - Kosning til stjórnar Fagstaðlaráðs í umhverfis- og loftslagsmálum

15:45 - 15:55 - Reglur Fagstaðlaráða lagðar fram til kynningar

15:55 - 16:00 - Önnur mál og umræður

16:00               Fundarslit

Fundarstjóri verður Helga Sigrún Harðardóttir

Menu
Top