Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Stofnfundur nýs fagstaðlaráðs í umhverfis- og loftslagsmálum fer fram miðvikudaginn 25. október, klukkan 15:00 í sal Verkfræðingafélags Íslands að Engjateigi 9. Fundurinn er öllum opinn en aðeins aðilar að Staðlaráði Íslands hafa atkvæðisrétt og rétt til framboðs til stjórnar Fagstaðlaráðs í umhverfis- og loftslagsmálum.
Þeir sem áhuga hafa á þátttöku og framboði til stjórnar eru vinsamlegast beðnir um að senda framboð sitt á netfangið haukur@stadlar.is fyrir settan fund.
Embættin sem kosið verður um eru formaður og 4 meðstjórnendur.
Þeir sem hafa áhuga á að gerast aðilar að Staðlaráði og öðlast þar með atkvæðisrétt og rétt til framboðs geta skráð sig HÉR. Þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum til að umsóknareyðublað opnist.
Dagskrá:
15:00 – 15:05 - Fundarsetning
Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri - Staðlaráð Íslands
15:05 – 15:15 - Kynning frá Staðlaráði
Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri - Staðlaráð Íslands
15:15 – 15:30 - Kynning á starfsemi Carbfix
Selja Ósk Snorradóttir, sérfræðingur í viðskiptaþróun
15:30 – 15:45 - Kosning til stjórnar Fagstaðlaráðs í umhverfis- og loftslagsmálum
15:45 - 15:55 - Reglur Fagstaðlaráða lagðar fram til kynningar
15:55 - 16:00 - Önnur mál og umræður
16:00 Fundarslit
Fundarstjóri verður Helga Sigrún Harðardóttir