ÍST HB 200:2023 - Kynning á breytingum

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Þann 4.10.2023 var haldinn 30 mínútna kynningarfundur um breytingar í ÍST HB 200:2023. Það voru Ófeigur Sigurðarsson hjá Rafskoðun og Guðmundur Valsson ritari Rafstaðlaráðs sem fóru yfir breytingarnar sem voru í eftirfarandi köflum.

  • ÍST HB 200 Skilgreiningar - GV
  • ÍST HD 60364-5-52 – Val og uppsetning rafbúnaðar – Rofabúnaður og stjórnbúnaður - GV
  • ÍST HD 60364-5-53 – Val og uppsetning rafbúnaðar – lagnarkerfi - GV
  • ÍST HD 60364-5-54 – Val og uppsetning rafbúnaðar – Skipan jarðtenginga og varnarleiðara - ÓS

Hér er tengill á upptöku af kynningunni en tæknin var eitthvað að stríða um miðbik upptökunnar þannig að glærurnar sem fylgdu kynningu Guðmundar birtust ekki á upptökunni, en hljóðupptakan er í lagi. Glærurnar frá kynningunni hans Guðmundar má nálgast HÉR

 

 

Menu
Top