Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Komin er í staðlabúðina ÍST HB 200:2023 Raflagnir bygginga en handbókin er gefin út árlega með uppfærslum á þeim stöðlum í staðlaröðinni ÍST HD 60364 sem hefur breyst frá 2022 útgáfunni. Staðlaröðin telur nú 40 staðla þvi einhver skjöl hafa verið sameinuð. Nýju útgáfunni hefur verið komið til allra áskrifenda og eins fá allir rafiðnnemar aðgang að nýju handbókinni.
Breytingar í 4. útgáfu handbókarinnar Eftirfarandi staðlar eru með í nýrri/uppfærðri útgáfu:
- ÍST HB 200 Skilgreiningar – ný tafl a fyrir IEV 826 og tafl a yfir önnur mikilvæg hugtök úr IEV
- ÍST HD 60364-4-42:2011+A1:2015+A11:2021 (Leiðréttingar í íslenskri útgáfu)
- ÍST HD 60364-5-52:2011 +A11+A12:2022
- ÍST HD 60364-5-53:2022 +AC:2022+A12:2022 – Athugið að þessi staðall kemur í stað eftirfarandi 3 staðla:
- ÍST HD 60364-5-54:2011+A11+A1:2022