Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
ÍST EN ISO 14001 - Umhverfisstjórnun hefur nú í fyrsta sinn verið gefinn út á íslensku, notendum staðalsins til hagsbóta. ÍST EN ISO 14001 er einn útbreiddasti stjórnkerfisstaðall landsins og er fjöldi fyrirtækja á Íslandi með vottað umhverfisstjórnkerfi byggt á staðlinum. Þýðing staðalsins einfaldar notkun hans og gildi fyrir íslenskan markað.
Að þýða staðla er viðamikið og kostnaðarsamt verkefni. Fjöldi hagsmunaaðila kom að þýðingu staðalsins með styrkveitingu:
Færum við þessum aðilum bestu þakkir fyrir að styðja við þýðingu staðalsins.