ÍST EN ISO 14001 - Umhverfisstjórnun gefinn út á íslensku

ÍST EN ISO 14001 - Umhverfisstjórnun hefur nú í fyrsta sinn verið gefinn út á íslensku, notendum staðalsins til hagsbóta. ÍST EN ISO 14001 er einn útbreiddasti stjórnkerfisstaðall landsins og er fjöldi fyrirtækja á Íslandi með vottað umhverfisstjórnkerfi byggt á staðlinum. Þýðing staðalsins einfaldar notkun hans og gildi fyrir íslenskan markað. 

Að þýða staðla er viðamikið og kostnaðarsamt verkefni. Fjöldi hagsmunaaðila kom að þýðingu staðalsins með styrkveitingu:

  1. 7.is
  2. BSI Á Íslandi
  3. Efla Verkfræðistofa
  4. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
  5. Hnit Verkfræðistofa
  6. Landsnet
  7. Landsvirkjun
  8. Colas á Íslandi
  9. Orkubú Vestfjarða
  10. Orkuveita Reykjavíkur
  11. Rio Tinto
  12. Sorpa
  13. VSB Verkfræðistofa

Færum við þessum aðilum bestu þakkir fyrir að styðja við þýðingu staðalsins. 

Menu
Top