Norrænt og ungt fagfólk - YP Nordic

Norrænu rafstaðlaráðin héldu sameiginlega vinnustofu fyrir unga fagmenn í Kaupmannahöfn 2023. Frá Íslandi voru 5 þátttakendur þrír í boði Rafstaðlaráðs og tveir námsmenn í mastersnámi við DTU í Danmörku. Þau voru Sólon Ívar Símonarson frá RARIK, Andri Viðar Kristmannsson frá RARIK, Snædís Danielsdóttir frá DTU, Sigríður Jónsdóttir frá DTU og Bergrós Björk Bjarnadóttir frá Neisti Rafverktakar. Með hópnum fór Guðmundur Valsson ritari Rafstaðlaráðs sem jafnframt var lóðs í hópavinnu. Í hópavinnunni var unnið að mótun staðals fyrir 7. sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna: Aðgengi að hagstæðu, öruggu og sjálfbærri nútímalegri orku. Þátttakendurnir voru mjög ánægðir með vinnustofuna og en með framtakinu er Rafstaðlaráð að byggja upp framtíðarfólk í staðlavinnu.

 

Menu
Top