Á aðalfundi Staðlaráðs Íslands var samþykkt að stofna nýtt fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum. Undirbúningshópur af áhugasömum aðilum að ráðinu vinnur að undirbúning að stofnun ráðsins. Fyrirhugað er að halda formlegan stofnfund fyrir miðjan júní þar sem kosin verður fyrsta stjórn ráðsins ásamt því að skilgreint verður nánar hlutverk og tilgangur ráðsins.
Umhverfis- og loftslagsmál eru í brennidepli og mikil gróska að eiga sér stað sem kallar á að slíkur vettvangur sé til staðar. Staðlaðar og samræmdar aðgerðir í umhverfis- og loftslagsmálum hafa reynst áhrifarík aðferðarfræði víðsvegar um heim. Hér á landi má finna mikla þekkingu í þessum málaflokki og viljum við virkja það hugvit enn frekar í baráttunni við umhverfisvá og loftslagsbreytingar.
Þátttaka í staðlastarfi hefur marga kosti og er nýtt fagstaðlaráð öllum opið sem vilja hafa áhrif og leggja sitt af mörkum við að efla þennan málaflokk og aðstoða fyrirtæki og stofnanir á Íslandi á sinni vegferð að ná árángri í umhverfis- og loftslagsmálum. Þátttaka krefst þess að vera aðili að Staðlaráði og geta áhugasamir skráð sig sem nýja aðila á vef Staðlaráðs. Einnig er hægt að setja sig í samband við ritara þessa nýja fagstaðalráðs, Hauk Loga Jóhannsson, á netfangið haukur@stadlar.is.