Aðalfundur Staðlaráðs 2023

 Fundurinn fer fram að þessu sinni hjá verkfræðistofunni EFLU í Lynghálsi 4, þriðjudaginn 16. maí kl. 15-17.

Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf auk fræðsluerinda, annars vegar um útreikning kolefnisspors og hins vegar um nýlega tækniforskrift um kolefnisjöfnun.

EFLA býður upp á veitingar að fundi loknum.

Dagskrá:

Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU býður gesti velkomna.

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Starfsskýrslur undanfarins árs, þ.m.t. skýrslur fagstaðlaráða
 3. Endurskoðaðir reikningar
 4. Tillögur að breytingum á starfsreglum og stefnumótun
 5. Tillögur um stofnun fagstaðlaráðs í umhverfismálum
 6. Stjórnarkjör
 7. Ákvörðun aðildargjalda
 8. Ákvörðun þóknunar stjórnamanna
 9. Afgreiðsla starfs- og fjárhagsáætlunar
 10. Kosning skoðunarmanna reikninga
 11. Önnur mál
 • Helga Jóhanna Bjarnadóttir, verkfræðingur hjá EFLU – útreikningur kolefnisspors
 • Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri Staðlaráði – tækniforskrift um kolefnisjöfnun

Ársskýrsla Staðlaráðs

Menu
Top