Hvernig er best að gera þetta?

Þessi spurning er sú sem allt í heimi staðla hverfist um. Hvernig er best að gera þetta?

Á hverju ári leggja tugþúsundir sérfræðinga sitt af mörkum til að svara henni með þátttöku sinni í staðlastarfi.

Staðlar auka traust neytenda á gæðum, öryggi og áreiðanlegum vörum á markaði. Löggjafar um allan heim reiða sig á staðla til að styðja við hlítni löggjafar, útfæra tæknilegar kröfur hennar og til að einfalda regluverkið með viðmiðum sem a. eru til, b. sátt er um og c. spara mikinn kostnað við útfærslur á flóknu regluverki eða til að segja til um gæði og öryggi.

Áður fyrr var stöðlun aðallega notuð til leiðbeiningar við hönnun og framleiðslu vara. Undanfarin misseri hafa orðið meira áberandi alþjóðlega mikilvægar áskoranir á sviði loftslagsmála og stafrænnar þróunar.

Staðlar eru veigamikill hluti af virkni okkar daglega lífs og þeir virka best þegar við tökum ekki eftir því. Þó Ísland sé pínulítill biti í staðlapúsli heimsins þá er ekki síður mikilvægt fyrir okkur að tryggja þátttöku á þeim vettvangi og gera kröfur um virkni til að gæta íslenskra hagsmuna í alþjóðlegum heimi.

Þátttaka í stöðlunarstarfi í Evrópu er líka örugg leið til að hafa áhrif á viðmið og útfærslur löggjafar sem innleidd er hér skv. kröfum EES samningsins. Frábær leið til að hafa áhrif og setja sitt mark á regluverkið. 

Hvernig er best að gera þetta? Staðlaráð Íslands á aðild að vettvanginum sem svarar spurningunni, hvaðan sem hún berst. Frábært aðgengi að svörum tugþúsunda sérfræðinga á hagstæðu verði. Hvað ert þú að glíma við í dag? Gæti verið að svar bestu sérfræðinga heimsins við spurningunni þinni sé falið í vefverslun Staðlaráðs? Það kostar ekkert að athuga það!

Menu
Top