Vefráðstefna um öryggismál hlutaneta á neytendamarkaði

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Staðlaráð stendur fyrir norrænni ráðstefnu um netöryggismál hlutaneta á neytendamarkaði þann 3. maí nk. frá 8:45-10:15 á Teams. Á fundinum verður farið það nýjasta á sviðinu og hvers má vænta.

Staðlaráð á norðurlöndunum standa að ráðstefnunni. Flutt verða erindi frá breskum og finnskum aðilum sem eru framarlega í að innleiða netöryggismál hlutaneta á neytendamarkaði. Einnig verða pallborðsumræður um stöðuna á Norðurlöndum. Fundurinn fer fram á ensku.

Frekari upplýsingar um fundinn og skráning á hann er á vefsíðu fundarins Nordic IoT Webinar Consumer IoT cybersecurity labelling

Til glöggvunar á umfjöllunarefni ráðstefnunnar má benda á grein um Netöryggisáskoranir hlutaneta og leiðir til úrbóta eftir Þór Jes Þórisson sem verður einn fyrirlesara á ráðstefnunni. Þór er formaður FUT ( Fagstaðlaráð í upplýsingatækni).
Menu
Top