Vefráðstefna um öryggismál hlutaneta á neytendamarkaði
26. apríl 2023
Staðlaráð stendur fyrir norrænni ráðstefnu um netöryggismál hlutaneta á neytendamarkaði þann 3. maí nk. frá 8:45-10:15 á Teams. Á fundinum verður farið það nýjasta á sviðinu og hvers má vænta.
Staðlaráð á norðurlöndunum standa að ráðstefnunni. Flutt verða erindi frá breskum og finnskum aðilum sem eru framarlega í að innleiða netöryggismál hlutaneta á neytendamarkaði. Einnig verða pallborðsumræður um stöðuna á Norðurlöndum. Fundurinn fer fram á ensku.
Til glöggvunar á umfjöllunarefni ráðstefnunnar má benda á grein um Netöryggisáskoranir hlutaneta og leiðir til úrbóta eftir Þór Jes Þórisson sem verður einn fyrirlesara á ráðstefnunni. Þór er formaður FUT ( Fagstaðlaráð í upplýsingatækni).