Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Staðlaráð Íslands fagnar 30 ára afmæli sunnudaginn 16. apríl. Á þeim tímamótum flytjum við starfsaðstöðuna í Urðarhvarf 8b. Lokað verður föstudaginn 14. apríl vegna flutninga en við opnum á nýjum stað stundvíslega kl. 8, mánudaginn 17. apríl.
Staðsetning skiptir okkur sífellt minna máli þar sem nú eru allir staðlar seldir á rafrænu formi í gegnum vefverslun okkar. Þeir fjölmörgu sérfræðingar sem taka þátt í staðlastarfi munu þó áfram heimsækja okkur til að sækja fundi. Við þökkum nágrönnum okkar í Þórunnartúninu fyrir samfylgdina og hlökkum til að verða hluti af nýju samfélagi í efri byggðum Kópavogs.
Afmælinu verður fagnað síðar á árinu.
Með bestu kveðjum,
Anna, Arngrímur, Arnhildur, Guðmundur, Haukur Logi, Helga Sigrún og Kristbjörg.