Endurmenntun HÍ heldur 2 námskeið í samstarfi við Staðlaráð Íslands á næstu dögum og vikum. Annarsvegar er um að ræða námskeið ISO 45001 Stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað og verður leiðbeinandi Sveinn Ólafsson, ráðgjafi og verkfræðingur. Tímasetning námskeiðsins er þriðjudagurinn 28 mars næstkomandi og er hægt að skrá sig HÉR.
Hitt námskeiðið sem fyrirhugað er að halda fjallar um CE merkingar: Hvað þarf að gera og hvernig? Óheimilt er að markaðssetja vörur án CE-merkis á Evrópska efnahagssvæðinu, heyri þær undir svokallaðar nýaðferðartilskipanir Evrópusambandsins. Því er brýnt fyrir framleiðendur og innflytjendur véla að gæta að því hvort vörur þeirra heyri undir tilskipanirnar og uppfylli kröfur þeirra. Framleiðendur og innflytjendur bera sjálfir ábyrgð á að vörur þeirra séu CE-merktar, ef við á. Eftir að varan hefur verið CE-merkt má markaðssetja hana án hindrana í öllum löndum EFTA og ESB. Leiðbeindendur eru þeir Ágúst Ágústsson, tæknifræðingur og Armgrímur Blöndahl, tæknifræðingur. Tímasetning náskeiðs er 24 apríl og fer skráning fram HÉR.