Uppfærsla á IOBWS3.0

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Tækninefnd um fjármálaþjónustu, TN-FMÞ, lauk á síðasta ári við þriðju útgáfu– Iceland Open Banking Web Services eða IOBWS3.0, sem fól í sér útgáfu tveggja vinnustofusamþykkta og fimm tækniforskrifta auk svokallaðra yaml skjala sem er dreift sem stoðskjölum á GitHub svæði tækninefndarinnar hjá FUT. Í ljós kom misræmi í heitum eiginda sem þurfti að leiðrétta. Við leiðréttinguna var rituð tækniforskriftin ÍST TS 310:2023 Innlendar greiðslur og innlán á grunni vinnustofusamþykktar um sama efni og uppfært tækniforskriftin ÍST TS 313: 2023 Erlendar greiðslur auk útgáfu yaml skjalsins í IOBWS3.1.

Verði notendur varir við misræmi er þeim bent á að rita issue á GitHub síðu TN-FMÞ.


Menu
Top