Ný vinnustofusamþykkt um landtengingar skipa

Vinnustofa Rafstaðlaráðs um Landtengingar skipa fór fram í fjórða sinn. Á vinnustofunni fóru hagaðilar yfir helstu áskoranir tengdar orkusölu til stærri notenda s.s. frystiskip, flutningaskip og skemmtiferðaskip. Í vinnustofusamþykktinni WA 308 Landtengingar skipa – Áskoranir tengdar orkusölu, er að finna samantekt áskorananna sem ræddar voru á nokkrum fundum. Fram kom að talsverðar hindranir eru í vegi fyrir því að hægt verði að ganga af krafti í fjárfestingar á nauðsynlegum innviðum því notkun skipa er oft talsvert aflfrek og því þarf að styrkja innviði s.s. dreifikerfi raforkunnar. Orkunotkunin er samt ekki mikil ef horft er á tímalengd notkunar. Vinnustofusamþykktin er hugsuð sem innlegg inn í vinnu sem er þarf að eiga sér stað í framhaldinu til að orkuskipti í höfnum geti orðið að veruleika. Skajlið er gjaldfrjálst og aðgengilegt í Staðlabúðinni. 
Menu
Top