Stofnun Fagstaðlaráðs í Umhverfismálum

Við hjá Staðlaráði Íslands erum að kanna áhuga á þátttöku í stofnun Fagstaðlaráðs í Umhverfismálum. Fyrir starfa nokkur fagstaðlaráð á okkar vettvangi og má þar nefna Byggingastaðlaráð, Rafstaðlaráð, Fagstaðlaráð í upplýsingatækni og svo Fagstaðlaráð í fiskimálum sem hafa haft veigamiklu hlutverki að gegna innan þess geira sem þau koma að.

Umhverfismál eru í brennidepli og hefur Staðlaráð Íslands verið að færa sig meir inn á þann vettvang. Stöðlun tengt umhverfis- og sjálfbærnimálum almennt er orðin veigamikil á alþjóðlegum vettvangi og hafa staðlasamtök víðsvegar um heim í samstarfi við hagsmunaaðila gefið út fjölmarga staðla sem nýtast fyrirtækjum, stofnunum og stefnumótendum í þeirra vegferð að huga að umhverfisþætti starfsemi sinnar.

Hugmyndin er að hafa þetta breiða vettvang fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda þar sem unnið er með sértæka stöðlun á Íslandi tengt málaflokknum, þátttaka í alþjóðlegu samstarfi og önnur tilfallandi verkefni eins og þýðingar á erlendum stöðlum og aðlögun að íslenskum aðstæðum. Þekking á Íslandi er varðar umhverfismál er mikil og viljum við virkja það enn frekar.

Nytsemi staðlanotkunar er óumdeilanleg og dæmin sanna það. Staðlar eru gjarnan svar við síendurteknum vandamálum sem hagaðilar vilja leysa og eru þeir þá notaðir til að samræma kröfur og viðmið.

Að taka þátt krefst þess að vera aðili að Staðlaráði Íslands. Gjaldskrá Staðlaráðs má nálgast HÉR. Einnig gilda ákveðnar reglur um þátttöku í staðlastarfi sem má nálgast HÉR. Gjaldið sem myndi greiðast færi beint til Fagstaðlaráðs í Umhverfismálum kjósi viðkomandi aðili það.

Þátttaka í staðlastarfi er framlag til bættra vinnubragða og umhverfisverndar til framtíðar. Það er okkar staðfasta trú að staðlar muni vera veigamikill þáttur er varðar umhverfismál, ekki síst í baráttunni við loftslagsvandann.

Sé áhugi fyrir því hjá þínu fyrirtæki eða stofnun að taka þátt má setja sig í samband við Hauk Loga Jóhannsson, verkefnastjóra á netfangið haukur@stadlar.is. Tækniforskrift um kolenfisjöfnun heppnaðist vel og er dreifing hennar nú þegar orðin töluverð og mörg loftslagsverkefni og fyrirtæki farin að vinna eftir henni. Það er margt annað sem þarfnast stöðlunar hér á landi og því mikil þörf á því að koma á fót þessu fagstaðlaráði.

Menu
Top