Framtíðar hagkerfi fyrir loftslagið

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Efnahagshrunið 2008 og þær afleiðingar sem það hafði á hagkerfi heimsins er okkur flestum í fersku minni. Íslendingar slógu öll met enda hafði hér byggst upp fjármálamarkaður sem var margfaldur í stærð á við íslenska ríkið. Við lærðum þá að það er öllum til hagsbóta að hafa gagnsæja fjármálamarkaði. Í kjölfar kreppunnar árið 2008 var það almennt viðurkennt að tilteknar fjármálaafurðir, aðilar á markaði og fjármálakerfið í heild væri of samþætt og ógagnsætt. Reglur á fjármálamörkuðum voru samsettar þvert á lönd og gerðu það að verkum að erfitt, tímafrekt og kostnaðarsamt varð að skilgreina alla lögaðila sem áttu í fjárhagslegum viðskiptum. Auðveldara var að stunda svik eða markaðsmisnotkun og erfiðara að reikna út fjárhagslega áhættu.

G20 ríkin viðurkenndu í framhaldinu að það væri nauðsynlegt að auka gagnsæi í alþjóðlegum fjármálaviðskiptum og var kallað eftir því að Fjármálastöðuleikaráð (Financial Stability Board) kæmi að þeirri vinnu. Fjármálastöðuleikaráð hefur eftirlit með og kemur með ábendingar um alþjóðlega fjármálamarkaði og er viðurkennt á heimsvísu sem eftirlitsstofnun. Niðurstaða ráðsins var að komið yrði á fót kerfi sem á ensku nefnist Legal Entity Identifier (LEI) eða „Auðkenni fyrir lögaðila“ sem stunda viðskipti á fjármálamörkuðum. Um sérstakan kóða var að ræða sem hægt væri að nota til að einkenna fyrirtæki, banka og aðra lögaðila. Í stuttu máli virkaði þessi kóði þvert á öll lönd og geira og dró úr ógagnsæi samtengdra fjármálakerfa heimsins. Fyrsta LEI kerfið var komið á fót árið 2012 en hefur síðan verið uppfært reglulega.

Hið góða við þetta kerfi er að það er ótvírætt. Kennimerki (Fingrafar) er úthlutað til hvers lögaðila sem er áskrifandi af kerfinu. Þessi kóði er búinn til á grundvelli alþjóðlegs staðals, ISO 17442 og inniheldur upplýsingar um lögaðilann, svo sem nafn og eignarhald. Öll gögn í gagnagrunni LEI kerfisins eru opinber og hægt að skoða þau.

Verkfæri til að takast á við óstöðuleika

Undanfarin ár hefur LEI kerfið reynst ómetanlegt, þar sem hagkerfi heims standa enn á ný frammi fyrir óstöðuleika vegna eftirmála Covid faraldurs, verðbólgu, stríðsins í Úkraínu og svo loftslagsbreytinga. Nýlegar vendingar á mörkuðum með rafmyntir hafa einnig sín áhrif og vekja upp spurningar varðandi traust og öryggi. Í því samhengi er gagnsæi enn mikilvægara en áður og kemur LEI kerfið því sterkt inn.

Yfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu gera nú kröfu um að fyrirtæki noti LEI kerfið í reiknisskilum sínum. Fyrirtæki sem stunda verðbréfaviðskipti eru nú skuldbundin til að nota kerfið. LEI kerfið auðveldara auðkenningu fjármálafyrirtækja , ekki aðeins í hefðbundnum fjármálaviðskiptum, heldur einnig í innra eftirliti viðskiptavina, skýrslugjöf um reglufylgni og í eftirliti með áhættu. Notkun LEI hefur í för með sér betri og nákvæmari gögn sem setur yfirvöld og eftirlitsaðila eins og Seðlabanka heimsins í mun betri stöðu til að met áhættu, greina þróun sem á sér stað og koma með tillögur að úrbótum. Rannsóknir ráðgjafafyrirtækisins McKinsey hefur leitt í ljós að meiri skilvirkni eins og kemur fram með LEI kerfinu geti sparað bankageira heimsins allt að 4 milljörðum Bandaríkjadala.

Þegar horft er til framtíðar munu tækniframfarir gera notkun LEI kerfisins enn auðveldara og skilvirkar en áður því þróað hefur verið nýtt hliðarkerfi við LEI sem kallast „Verifiable LEI“ og er algerlega sjálfvirkt kerfi. Það sparar tíma og dregur úr mannlegum mistökum.

En það er ekki eingöngu fjármálageirinn sem hagnast á þessu kerfi og notkun þess. LEI kerfið hefur verið skilgreint sem veigamikill þáttur í uppbyggingu á sjálfbærum hagkerfum framtíðar sem munu styðjast við skýr og nákvæm gögn til að takast á við loftslagstengdar ógnir og leita uppi ný tækifæri.

Mesta áskorunin framundan er loftslagsbreytingar

Fjármálageirinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna varðandi loftslagsbreytingar en fjármögnun loftslagsaðgerða er enn alvarlegt vandamál. Fjármagn frá ríkari löndum, þaðan sem meginþorri losunar kemur, skilar sér ekki til þróunarlanda eða þjóða sem verða fyrir mun alvarlegri afleiðingum af völdum loftslagsbreytinga. Fjármagni sem er þörf á til að styðja við sjálfbæra þróun í þeim heimshlutum og uppbyggingu loftslagstengdra aðgerða. Skert aðgengi að fjármagni gerir aðgerðir ómarkvissar og flækjustigið verður hærra fyrir vikið. Umfram sjálfbæra fjármögnun eru mörg önnur aðkallandi fjármálatengd málefni sem þörf er á að vinna úr. Má þar nefna að þörf er á að draga verulega úr kostnaði við græna lántöku, stemma af skuldir fátækari ríkja við loftslagsbreytingar, reikna út endurgjald fyrir þann skaða sem hlýst af loftslagsbreytingum og tryggja réttlát umskipti þegar kemur að loftslagsbreytingum. Með því að auka gagnsæi í fjármálum og gera nákvæm gögn aðgengileg mun LEI gegna mikilvægu hlutverki við að takast á við þessar áskoranir.

Fjármálastöðuleikaráðið hefur nýlega vakið athygli á möguleika LEI kerfisins í skýrslu um loftslagbreytingar. Þar er tekið fram að LEI sé lykilþáttur í því að bæta fjárhagsleg gögn, sem dæmi með nákvæmari og tímanlegri samantekt um sama lögaðilann frá mismundandi gagnagrunnum, óháð landamærum. Með þessari viðbót er stuðlað að auknum áreiðanleika gagna sem tengjast loftslagsmálum og fjármálastofnanir geta nýtt það til að greina frá sínum aðgerðum. Ráðið benti einnig á hvernig útvíkkun LEI kerfisins gæti virkað sem hvati til að greina loftslagstengda áhættu fyrir fjármálageirann, allt frá veðurhamförum sem orsakast af loftslagsbreytingum til orkuskipta og geta skilið eftir kostnaðarsamar eignir í eignasafni þeirra.

Auk annarra ISO staðla sem voru sérstaklega samdir fyrir sjálfbæra fjármögnun, svo sem ISO 33210 og ISO 14093, getur LEI staðallinn (ISO 17442) dregið úr núningi, áhættu og ógagnsæi á heimsmörkuðum. Hann á því mikilvægan þátt í að aðstoða fjármálageirann í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Horft til framtíðar

Á næstu árum mun verða sett aukin pressa á aðila í fjármálageiranum til að grípa til aðgerða og byggja upp traust og gagnsæi í öllum viðskiptum. Í fjármálakreppunni árið 2008 var okkur kennt að fjármálageirinn starfar ekki óháð öðrum heldur er hann samtengdur öllu öðru. Hann getur valdið miklum usla þegar gengur illa en hann getur líka haft mjög jákvæð áhrif við að leysa hnattræn viðfangsefni eins og loftslagsbreytingar.

Menu
Top