Á dögunum stóð Staðlaráð Íslands fyrir kynningarfundi á tækniforskrift um kolefnisjöfnun í samstarfi við Arion banka, Deloitte á Íslandi, Loftslagsskrá Íslands og Klappir.
Yfirskrift fundarins var "Kolefnisjöfnun til framtíðar" þar sem kynnt var innihald tækniforskriftar ásamt því að fara yfir hver gagnsemi hennar verður fyrir fyrirtæki, stofnanir og loftslagsverkefni á Íslandi.
Upptöku af fundinum má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Dagskráin var eftirfarandi:
Einnig flutti erindi á fundinum úttektaraðili að nafni Archit Srivastava frá fyrirtækinu Earthood, en því miður náðist ekki að taka upp hans kynningu.
Tækniforskrift ÍST TS 92 - Kolefnisjöfnun má kaupa HÉR.
Staðlaröðina ÍST EN ISO - 14064 má kaupa HÉR.