Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Staðlaráð Íslands, Arion banki, Deloitte á Íslandi, Loftslagsskrá og Klappir - Grænar lausnir bjóða til opins kynningarfundar um innihald tækniforskriftar um kolefnisjöfnun. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Arion banka í Borgartúni þriðjudaginn 29. nóvember klukkan 08:30 - 10:00.
Skráning á viðburðinn fer fram á Facebook síðu Staðlaráðs sem má nálgast HÉR.
Á fundinum verða flutt erindi þar sem kynnt verður nánar innihald tækniforskriftar og hvernig hún mun nýtast fyrirtækjum og loftslagsverkefnum á þeirri vegferð að kolefnisjafna sinn rekstur og framleiða vottaðar kolefniseiningar.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.