Haustfundur Rafstaðlaráðs

Haustfundur Rafstaðlaráðs fer fram föstudaginn 11. nóvember næstkomandi. Um blandfund er að ræða og hægt annaðhvort að mæta í hús eða fylgjast með á Teams. 

Staðfundurinn fer fram í fundarsal Verkfræðingafélags Íslands að Engjateig 9. Skráning á staðfund er HÉR

Hlekk á fjarfund má nálgast HÉR.

Þátttaka tilkynnist fyrir 10. nóv.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

12:00 – 12:05 Fundarsetning – kynning á RST - Emil Sigursveinsson, formaður Rafstaðlaráðs
12:05 – 12:20 Rafeldsneyti og hlutverk staðla - Jón Heiðar Ríkharðsson Vélaverkfræðingur Efla
12:20 – 12:35 Vetni og rafeldsneyti – lykill að orkuskiptum - Egill Tómasson Nýsköpunarstjóri Landsvirkjun
12:35 – 12:50 Rafeldsneyti: Saga þess á Íslandi og staða orkuskiptaverkefna - Anna Margrét Kornelíusdóttir verkefnastjóri Græna Orkan
12:50 - 13:00 Umræður
13:00 Fundarslit - Emil Sigursveinsson, formaður Rafstaðlaráðs

Menu
Top