Haustfundur Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni

Haustfundur Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni var haldinn 26. október síðastliðinn undir yfirskriftinni „Aðferðarfræði við framleiðslu opins hugbúnaðar á vegum hins opinbera“.

Yfir 40 manns mættu á þennan rafrænan fund. Þór Jes Þórisson kynnti starfsemi Fagstaðlaráðs í upplýsingartækni (FUT) og þrjú önnur erindi voru haldin. Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, tækni- og þróunarstjóri Stafræns Íslands hélt erindi um þróun á opnum hugbúnaði og sagði frá nálgun Stafræns Íslands. Þá hélt Sigríður Rafnsdóttir, þróunarstjóri stafrænna lausna hjá Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar erindi um stafræna umbreytingu í Reykjavík. Að endingu hélt Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, deildarstjóri stafrænnar þróunar hjá sveitarfélaginu Árborg erindi um stafræn sveitarfélög.

Að loknum eindum fóru fram umræður og spjall á meðal fundargesta. Fundurinn var tekinn upp og má nálgast upptöku af honum hér að neðan.

 

Menu
Top