ÍST TS 314 - Rafræn skjöl er komin út

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Tækniforskriftin ÍST TS 314 Rafræn skjöl/Digital documents er hluti af IOBWS 3.0 – Iceland open banking web services/íslenska sambankaskemanu sem opnar á samskipti aðila utan bankanna við kerfi þeirra í gegnum API notendaskil.

Tækniforskriftin fjallar um forritunar skil vegna rafrænna skjala. Tækniforskriftin er unnin af tækninefndinni TN-FMÞ. Fyrirhugaðir notendur skjalsins eru forritarar sem eru að skrifa API bankaþjónustur eða kerfi sem munu taka við þeim sem API notendum. Samhliða útgáfu tækniforskriftarinnar er gefið út svokallað yaml skjal á GitHub svæði TN-FMÞ þar sem nálgast má JSON kóða fyrir skilgreiningar notendaskilanna sem eru því opinn hugbúnaður.


Menu
Top