ÍST TS 314 - Rafræn skjöl er komin út

Tækniforskriftin ÍST TS 314 Rafræn skjöl/Digital documents er hluti af IOBWS 3.0 – Iceland open banking web services/íslenska sambankaskemanu sem opnar á samskipti aðila utan bankanna við kerfi þeirra í gegnum API notendaskil.

Tækniforskriftin fjallar um forritunar skil vegna rafrænna skjala. Tækniforskriftin er unnin af tækninefndinni TN-FMÞ. Fyrirhugaðir notendur skjalsins eru forritarar sem eru að skrifa API bankaþjónustur eða kerfi sem munu taka við þeim sem API notendum. Samhliða útgáfu tækniforskriftarinnar er gefið út svokallað yaml skjal á GitHub svæði TN-FMÞ þar sem nálgast má JSON kóða fyrir skilgreiningar notendaskilanna sem eru því opinn hugbúnaður.


Menu
Top