Vinnustofa um staðlaða landtengingu skipa

Vinnustofan VS 6-3 Kynning á stöðluðum landtengingum skipa

Á vinnustofunni haldin þann 27.9.2022.tóku þátt 35 aðilar frá ýmsum hagsmunaaðilum.

Haldnar voru kynningar á stöðluðum landtengingum skip.

Landtenging fraktflutningaskipa í Sundahöfn –– Kjartan Gíslason Efla

  • Þáttakendur verkefnis og hlutverk, uppbygging landtengingar, öryggisstjórnunarkerfi

Verkefni við stærri landtengingu Síldarvinnslunar í Neskaupstað - Daði Benediktsson Efla

  • Lýsing á verkefni m.a. farið yfir þarfagreiningu og útfærslu landtengingar.

Verkefni við landtengingar í Hafnarfirði – Stærri landtengingar að Hvaleyrar- og Suðurbakka – Jón Björn Bragason, J2B Ráðgjöf

  • Lýsing á verkframkvæmd og reynslu af rekstri á kerfum að Hvaleyrar- og Suðurbakka.

Nokkur umræða var um fjárhagslegan grundvöll verkefna við landtengingarmannvirki.

Á vinnustofunni var ákveðið að halda áfram störfum á vettvangi vinnustofunnar og taka næsta sprett um áskoranir tengdri orkusölu. Lagt var til að stofna vinnuhóp með fulltrúum veitufyrirtækjum, orkusala, hafna og helst yfirvalda líka. Stefnt er að VS-6-4 í vetur.

Upptöku af vinnustofunni má nálgast hér.


Menu
Top