ÍST 150 - Raflagnir fyrir íbúðarhúsnæði

Staðallinn ÍST 150:2022 Raflagnir fyrir íbúðarhúsnæði - Gerð, staðsetning, lagnaleiðir og fjöldi tengistaða er endurskoðuð útgáfa staðalsins ÍST 150:2009 sem fjallaði um raf- og fjarskiptalagnir fyrir íbúðarhúsnæði. Við endurskoðunina var felld niður umfjöllun um fjarskiptalagnir og haft að leiðarljósi að færa staðalinn til nútímans og horft til nýjunga s.s. LED-lýsingar og nýs raflagnaefnis.

Staðallinn kveður á um lágmarks fjölda tengla og tengistaða fyrir lágspenntan og smáspenntan rafbúnað og staðsetningu hans. Staðallinn fjallar jafnframt um lagnaleiðir. Staðallinn gildir um húsnæði sem ætlað er til íbúðar.

Í Byggingarreglugerð er ákvæði um að stuðst skuli við þær lágmarkskröfur sem koma fram í ÍST 150. Ef slíkt er ekki gert skal rökstyðja þær ástæður í greinargerð hönnuðar.
Staðallinn fæst í Staðlabúðinni


Menu
Top