Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Á dagskrá á haustmisseri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands er að finna nokkur námskeið sem unnin eru í samstarfi við Staðlaráð Íslands. Þau námskeið sem í boði verða eru af ýmsum toga og eru ýmist kennd í staðnámi eða fjarnámi.
Þau námskeið sem í boði eru á haustmisseri:
Fleiri námskeið eru fyrirhuguð í vetur sem verða betur auglýst síðar. Til upplýsingar má HÉR finna lista yfir námskeið sem tengjast stöðlum með einum eða öðrum hætti. Má þar nefna námskeið um jafnlaunastaðal, innri úttektir og gæðastjórnunarkerfi.