Að skilgreina nettólosun núll - Vinnustofa

Loftslagsbreytingar eru mesta tilvistarlega ógnin við jörðina okkar. Í nýjustu skýrslu milliríkjanefndarinnar um loftslagsbreytingar eru samtök og stefnumótendur um allan heim hvött til að grípa til markvissra aðgerða til að draga úr hnattrænni hlýnun.

Vísindin eru skýr: hægt er að komast hjá verstu áhrifum loftslagsbreytinga með því að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5 °C. Til að ná þessu fram verður losun af mannavöldum að vera orðin núll á árinu 2050.

Nettólosun núll er oft nefnt sem ástand þar sem hægt er að fjarlægja allan koltvísýring sem myndast af mannavöldum, eða aðrar lofttegundir sem valda hnattrænni hlýnun, úr andrúmsloftinu. Þetta er hægt að gera á náttúrulegan hátt, s.s. með því að endurheimta skóga sem binda koltvísýring úr andrúmsloftinu eða með því að nota tækni sem getur fangað og geymt losun eða dregið kolefni beint úr andrúmsloftinu. Þrátt fyrir þennan sameiginlega skilning er enn óljóst hvað nettólosun núll þýðir í raun fyrir ríki heims eða aðra.

Þema Alþjóðaumhverfisdagsins var í ár, „Aðeins ein jörð“, og var í takt við þá hnattrænu áætlun sem nú er í gangi við að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Þar sem heimurinn leitast við að draga úr breytileika hugtaka og koma á sameiginlegum skilningi á hugtakinu „nettólosun núll“. Sameiginlegan skilning sem mikilvægt er að sammælast um á alþjóðlegum vettvangi.

ISO er hluti af Our 2050 World, samstarfi til að styðja aðila ríkja og aðila utan þess til að flýta fyrir „kapphlaupi þeirra að núlli“ með notkun staðla. Sem hluti af því samstarfi er ISO skuldbundið til að hraða framþróun staðla með því að láta alþjóðlega vettvanginn þróa leiðbeinandi meginreglur um nettó losun með útgáfu á alþjóðlegri vinnustofusamþykkt (WA), ásamt því að koma henni í framkvæmd.

                     „LOSUN MANNGERÐRA EFNA SKAL NÁ NETTÓLOSUN NÚLL FYRIR ÁRIÐ 2050“

Þessi vinnustofa mun gera öllum hagsmunaaðilum kleift að taka þátt og miðar að því að mynda samstöðu um skilgreiningarnar sem tengjast nettólosun núll til að styðja við frjáls framtaksverkefni og staðla, sem og landsbundin og alþjóðleg stefnumið.

Meira samræmi og skýrleiki í tengslum við nettólosun núll, mun að lokum auka áhrif allrar hnattrænnar viðleitni.

Í leiðbeinandi meginreglum er leitast við að taka til eftirfarandi:

  1. Skilgreining á nettólosun núll og tengdum hugtökum (á lands-, svæðis- og skipulagsvísu).
  2. Hvernig fella skal þessa skilgreiningu inn í framtaksverkefni, áætlanir og stefnur á öllum stigum.
  3. Grunnur fyrirkomulags og mælinga sem varða ábyrgð, s.s. þróun samræmdra vísa sem gera skýrslugjöf og samskipti möguleg. 

Þessar leiðbeinandi meginreglur um núllstillingu munu grundvallast á þeim árangri sem náðst hefur með núverandi framtaki, herferðum og stjórnunarháttum aðila ríkis og annarra, sem styðja við tilgang þeirra og ná til þeirra í auknum mæli.

Sergio Mujica, framkvæmdastjóri ISO, lét þau orð falla: „Alþjóðlega vinnustofusamþykktin mun stuðla að því að alþjóðlega samfélagið hætti að tala um skuldbindingar og umbreyta þeim í aðgerðir. Við vitum að nauðsynlegt er að virkja heiminn til að knýja fram raunverulegar breytingar hratt og með skilvirkum hætti til að hjálpa löndum að ná markmiðum sínum um nettónúll og byggja upp sjálfbæra framtíð. Vinnustofusamþykktin mun verða til þess að stuðla að skilvirkari framkvæmd stefnumála. Saman munum við ná loftslagsmarkmiðum okkar hraðar.“

Alþjóðlegir staðlar gegna áfram mikilvægu hlutverki í að efla starf loftslagsvísindasamfélagsins í heiminum og stuðla að trausti almennings á loftslagsrannsóknum. Í ISO gagnagrunni eru hundruð staðla sem eru nauðsynlegir til að styðja við þetta svið - þeir hjálpa aðilum að aðlagast loftslagsbreytingum, magngreina losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að miðlun bestu starfsvenja. Þeir munu, ásamt vinnustofusamþykktinni, mynda saman vel þekkta ISO-staðla um aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum.

Lesið meira um loftslagsaðgerðir ISO og skráið ykkar á vinnustofuna um leiðbeinandi reglur um nettólosun núll. Vinnustofan er opin öllum áhugasömum hagaðilum. 


Menu
Top