Nýr sambankastaðall IOBWS 3.0

Undanfarin misseri hefur verið unnið að því á vegum tækninefndar FUT um fjármálaþjónustu, TN-FMÞ, að gefa út nýjan sambankastaðal sem er hinn þriðji í röðinni og kallaður IOBWS 3.0 (Iceland Open Bank Web Service). Eftir þrotlausa vinnu vinnuhópa var nú í apríl gefin út fjögur skjöl. Það er endurskoðuð útgáfa af skjölunum TS 310 Innlendar greiðslur og innlán, TS 313 Erlendar greiðslur, ný útgáfa af skjalinu TS 315 Kröfur og WA 316 Tæknileiðbeiningar. Nú á að vera komin nokkuð heilleg mynd af IOBWS 3.0 en tækninefndin heldur áfram við að endurskoða TS 311 Yfirlit debet og kreditkorta, TS 312 Gengi gjaldmiðla og TS 314 Rafræn skjöl.

Áður hefur TN-FMÞ gefið út staðlana IOBWS 1 og IOBWS 2.


Menu
Top